Sigurður Jón Einarsson
Velkomin
Ég heiti Sigurður J. Einarsson og er fæddur í Reykjavík árið 1938.
Ég er lærður skrifvélavirki og vann á árum áður við viðgerðir á ritvélum, bókhalds- og reiknivélum auk annarrar viðgerðavinnu fyrir fyrirtæki um allt land.
Árið 1995 fékk ég mikinn áhuga á svæðanuddi í kjölfar meðferðar sem ég fór sjálfur í og í framhaldinu ákvað ég að hætta í vélunum og snúa mér að því að aðstoða aðra við að ná bata á sama hátt og ég hafði upplifað.
Ég lærði svæðanudd hjá Nuddskóla Reykjavíkur og lauk því námi 1996. Þá tók við framhaldsmenntun erlendis og ég lauk faglegu og verklegu námi í höfuðbeina- og spjaldhryggjöfnun frá The College of Cranio Sacral Therapy í London 1998 og síðar námi frá ECBS, The European College of Bowen Studies in London 2002.
Ég stundaði nám í EFT, Emotional Freedom Techniques, í New Age-skólanum í London frá 2004 til 2005, og í Bowen-íþróttameiðslum í European Colleague of Bowen Studies frá 2005 til 2006.
Í febrúar 2009 fór ég í framhaldsnámskeið þar sem tekið var á astma og öndunarfæra-vandamálum undir leiðsögn Alastairs Rattary frá European College of Bowen Studies.
Í mars 2010 lauk ég svo námi í svonefndri TFT-greiningarþjálfun (Thought Field Therapy).
Ég rek nú meðferðarstofu að Suðurlandsbraut 8 (Fálkahúsið) og tek við tímapöntunum í síma 588 2192 (skrifstofa) eða 891 6892 (Gsm), auk þess sem ég hef unnið öðru hvoru í London við Health Ceare Center í Sydenham.
Ég hef einnig ferðast um landið og tekið fólk í meðferð samkvæmt nánara samkomulagi.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar